Strætó á ferð um Akrafjallsveg. Ljósm. úr safni: ÁÞ.

Sumaráætlun Strætó hefst á misjöfnum tímum eftir landshlutum

Sumaráætlun Strætó bs hefst á næstunni, en nokkuð misjafnt er eftir landshlutum hvenær hún tekur gildi. Á Vestur- og Norðurlandi hefst hún 5. júní, á Suðurlandi 15. maí, á höfuðborgarsvæðinu 29. maí, á Suðurnesjum 5. júní og á Norður- og Norðausturlandi: 29. maí. Nánari upplýsingar um breytingarnar er að finna á Strætó.is.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir