Félagar í BA fóru á Margréti Guðbrandsdóttur til móts við strandveiðibátinn. Ljósm. úr safni Kolla Ingvars.

Sóttu vélarvana bát

Sjóflokkur Björgunarfélags Akraness fékk útkall um klukkan 6 í morgun með beiðni um að koma vélarvana strandveiðibát til aðstoðar. Trillan var stödd 12 mílur vestan við Akranes við svokallað Hraun. Farið var á björgunarbátnum Margréti Guðbrandsdóttur, dráttartóg komið í bátinn og hann dreginn í land. Að sögn Jóns Gunnars Ingibergssonar félaga í sjóflokki BA gekk ferðin að óskum, smá kaldi var utan í Hrauninu, en lagaðist þegar nær dró landi. Komið var á Akranes aftur um klukkan 9 í morgun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir