Afmælismerki LMÍ

Landmælingar Íslands sextíu ára

Í tilefni þess að Landmælinga Íslands eiga 60 ára afmæli á þessu ári býður stofnunin til afmælisráðstefnu föstudaginn 20. maí næstkomandi á Akranesi. Hún verður haldinn í Tónbergi frá klukkan 9 til 12. Þar verður lögð áherslu á notendur gagna og þjónustu Landmælinga Íslands og fjölbreytt dagskrá í boði (sjá nánar í auglýsingum í þessari viku). Frá klukkan 14 til 17 sama dag verður svo opið hús á Landmælingum Íslands að Stillholti 16 – 18. Því má við þetta bæta að með Skessuhorni í næstu viku fylgir sérblað sem tileinkað er afmæli LMÍ.

Líkar þetta

Fleiri fréttir