Davíð Oddsson. Ljósm. mbl.is

Davíð Oddsson vill verða forseti Íslands

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og forsætisráðherra hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands í kosningunum 25. júní nk. Frá þessu greindi Davíð á útvarpsstöðinni Bylgjunni í morgun. Fram kom í viðtalinu að örfáir dagar eru síðan hann fór að velta því fyrir sér af alvöru að bjóða sig fram. Hann telur reynslu sína og þekkingu nýtast vel í starfi forseta. Davíð gat þess að fljótlega muni hann taka sér sumarleyfi sem ritstjóri Morgunblaðsins. Frambjóðendur til forseta Íslands eru þar með orðnir 14.

Líkar þetta

Tengdar fréttir

Fleiri fréttir

Heba Bjarg er dúx FVA

Föstudaginn 28. maí voru 55 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Heba Bjarg Einarsdóttir var með bestan námsárangur á stúdentsprófi með... Lesa meira

Slaka á samkomutakmörkunum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt um slakanir á samkomutakmörkunum frá og með þriðjudeginum 15. júní. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 150... Lesa meira