
Davíð Oddsson vill verða forseti Íslands
Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og forsætisráðherra hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands í kosningunum 25. júní nk. Frá þessu greindi Davíð á útvarpsstöðinni Bylgjunni í morgun. Fram kom í viðtalinu að örfáir dagar eru síðan hann fór að velta því fyrir sér af alvöru að bjóða sig fram. Hann telur reynslu sína og þekkingu nýtast vel í starfi forseta. Davíð gat þess að fljótlega muni hann taka sér sumarleyfi sem ritstjóri Morgunblaðsins. Frambjóðendur til forseta Íslands eru þar með orðnir 14.