Aftanákeyrsla í Melasveit

Um eittleytið í dag var bíl ekið aftan á annan á þjóðveginum við vegamótin að Ölveri í Melasveit. Ekki urðu alvarleg slys á fólki, en tvennt var sent með sjúkrabíl til skoðunar á spítala. Bílarnir eru báðir illa farnir og voru fjarlægðir með dráttarbílum. Mikil umferð er um þjóðveg eitt við Hafnarfjall og skapaðist löng bílalest meðan lögregla og sjúkraflutningamenn voru að athafna sig á slysstað.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira