Vilja lækka komugjöld til geðlækna

Stjórn Geðhjálpar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á heilbrigðisráðherra að lækka komugjöld til geðlækna í fyrirliggjandi frumvarpi um sjúktratryggingar. „Ef frumvarpið verður að lögum hækkar meðalkostnaður öryrkja við geðlæknisþjónustu úr um 20.000 kr. í 63.500 kr. eða um 43.000 kr. á ári. Stjórnin lítur svo á að stefna beri að því að íslensk heilbrigðisþjónusta verði gjaldfrjáls og því eigi ekki að þyngja byrðar öryrkja og almennings eins og gert er með frumvarpinu. Öryrki með geðfötlun leitar að meðaltali sex sinnum til sjálfstætt starfandi geðæknis og nokkrum sinnum til lækna á heilsugæslu og sjúkrahúsum á hverju ári.“

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir