Árni Páll hættir við formannsframboð

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar hefur tilkynnt að hann sé hættur við að gefa kost á sér til endurkjörs í stöðu formanns. Þetta gerði hann í dag, aðeins viku eftir að hann boðaði til blaðamannafundar til að tilkynna formlega um framboð fyrir landsfund sem haldinn verður í sumar. Í bréfi til flokksfélaga sinna sagði formaðurinn efnislega að ekki væri nægjanlega góð eining um persónu hans á sama tíma og flokkurinn mælist með lítið fylgi í könnunum. Árni Páll segir stöðu Samfylkingarinnar óásættanlega og varar flokksmenn við að halda að einföld lausn sé til á henni. „En hugsjónir jafnaðarmanna þurfa samhentan og skynsaman flokk sem ber þær fram og persónur geta ekki staðið þeim framar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs sem formaður flokksins.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir