Sigurfari óskar stuðningsaðila

Fyrir utan hefðbundið félagsstarf í Sigurfara – Sjósportsfélagi Akraness er markmið félagsins að starfrækja siglingaskóla fyrir börn og unglinga á sumrin. „Til þess þarf t.d. kænur, kajaka, árabáta og gúmmíbát með utanborðsmótor. Bátana er hægt að merkja áberandi með nafni styrktaraðila, þannig að á ferðinni sé lifandi auglýsing fyrir utan Langasandinn,“ segir í tilkynningu frá félaginu sem óskar aðtoðar fyrirtækja og einstaklinga við að gera drauminn að veruleika. Þá hefur félagið óskað eftir því við Faxaflóahafnir að sjósetningaraðstaða verði lagfærð í Akraneshöfn, með stálgrind fyrir léttari báta.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir