Ragnheiður Helga og Kolbeinn Tumi úr Grundaskóla. Þau urðu í 13.-17. sæti.

Stóðu sig vel í Pangea stærðfræðikeppninni

Arnar Reyr Kristinsson með föður sínum á góðri stundu.

Aron Kristjánsson varð í 11. sæti yfir landið.

 

 

 

 

Um liðna helgi fór fram Pangea stærðfræðikeppni fyrir 8. og 9. bekk grunnskóla í landinu. Frá Akranesi komust fjórir krakkar í úrslit keppninnar, þar sem 35 krakkar úr hvorum árgangi unnu sér inn þátttökurétt. Þetta voru þau Aron Kristjánsson frá Brekkubæjarskóla en hann hlaut 42 stig og í hafnaði í 11. sæti í sínum árgangi. Ragnheiður Helga Sigurgeirsdóttir og Kolbeinn Tumi Kristjánsson frá Grundaskóla fengu bæði 39 stig og urðu í 13.-17. sæti. Þau eru öll úr 8. bekk. Þá varð Arnar Reyr Kristinsson úr Brekkubæjarskóla á Akranesi í 20. sæti af 9. bekkingum. Um þúsund íslenskir nemendur úr 9. og 10. bekk úr 45 skólum vítt og breytt af landinu tóku þátt í keppninni í upphafi.

Pangea er þekkt keppni sem fjölmörg ungmenni frá 20 Evrópulöndum taka árlega þátt í en núna í fyrsta sinn er keppnin einnig haldin á Íslandi. Yfir 400 þúsund nemendur víðsvegar úr Evrópu tóku þátt í keppninni í fyrra og virðist fjöldi þátttakanda hafa tvöfaldast þetta ár. Pangea Stærðfræðikeppni er skemmtileg og krefjandi. Í henni koma saman nemendur með svipuð áhugamál og hæfileika, sem gerir þeim kleift að hittast,  upplifa vinskap, auka innblástur og hvatningu í mun meiri mæli en þessir nemendur upplifa að jafnaði í dæmigerðum skólastofum. Auk þess að hvetja til áhuga á stærðfræði aðstoða keppnir sem þessi ungt fólk við undirbúning fyrir stærri keppnir og hjálpa þeim við að þróa getu sína til að hugsa um og leysa flókin stærðfræðidæmi. Með Pangea Stærðfræðikeppninni vilja skipuleggjendur sýna það að stærðfræði er skemmtileg og spennandi og segja: „Óttinn við stærðfræði er ástæðulaus og hver sem er getur notið velgengni.“

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir