Dimmisjón í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi

Væntanlegir útskriftarnemar í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi fögnuðu því í dag að senn líður að útskrift og kennslu er formlega lokið. Á dimmisjón er hefð fyrir því að nemendur klæðist í búninga og í þetta skipti klæddu þeir sig upp sem annaðhvort Bangsímon eða Eyrnaslapi. Útskriftarhópurinn bauð samnemendum sínum og kennurum upp á létt spaug í sal skólans rétt fyrir hádegi. Þar voru sýnd myndbönd þar sem létt grín var gert að nemendum og kennurum. Eftir skemmtunina hélt útskriftarhópurinn af stað í frekari skemmtiferð þar sem hann ætlaði að skvetta úr klaufunum fram á kvöld.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir