Fögnuður með úrvalsdeildarsætið

Það var glaðbeittur hópur Borgnesinga og annarra stuðningsmanna sem tók fagnandi á móti karlaliði Skallagríms þegar það mætti í Englendingavík seint í gærkvöldi. Liðið vann eins og áður hefur komið fram sigur á Fjölni í Oddaleik sem spilaður var í Dalhúsum í Grafarvogi. Þar með er ljóst að bæði karla- og kvennalið Skallagríms spila í Dominosdeildinni næsta haust. Konurnar í fyrsta skipti en karlarnir eftir fjögurra ára veru í 1. deild. Nokkur hundruð manns mættu í Englendingavík þar sem veitingastaðurinn var um leið opnaður sérstaklega fyrir þessa stund (formleg opnun Englendingavíkur verður fimmtudaginn 5. maí). Meðfylgjandi myndir sýna stuðningsmenn og leikmenn Skallagríms við komuna í Borgarnes. Boðið var upp pizzur í tilefni dagsins.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir