
Kofi brann á Akranesi
Um fimmleytið í morgun barst Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar útkall. Logaði þá eldur í útikofa í bakgarði húss við Vitateig á Akranesi.
Eldsupptök eru ekki kunn en málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Engin slys urðu á fólki.