Verðlaunahafar á öðru forgjafarmóti eldri borgara í Borgarbyggð. Ljósm. Guðmundur Bachmann.

Þórhallur og Hugrún sigurvegarar á púttmóti

Annað forgjafarmót í pútti hjá eldri borgurum í Borgarbyggð fór nýverið fram í Eyjunni í Brákarey. Þátttakendur voru 13 talsins. Leiknar voru 36 holur. Verulegar framfarir voru sýnilegar frá samskonar móti sem haldið var í febrúar og margir hafa lækkað forgjöf sína, sem byggðist á meðalskori á æfingum í febrúar. Hlutskarpastur án forgjafar varð Þórhallur Teitsson með 60 högg. Annar varð Þorbergur Egilsson með 62 högg og þriðji Ingimundur Ingimundarson með 63 högg. Hugrún B. Þorkelsdóttur stóð uppi sem sigurvegari með forgjöf. Lék hún á 58 höggum nettó. Í öðru sæti varð Ágúst M. Haraldsson með 60 högg og Sigurður Þórarinsson þriðji með 60 högg. Að sögn Ingimundar Ingimundarsonar er stefnt að þriðja forgjafarmótinu innanhúss um miðjan apríl. En væntingar eru að upp úr því geti æfingar farið að hefjast utan húss.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Heba Bjarg er dúx FVA

Föstudaginn 28. maí voru 55 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Heba Bjarg Einarsdóttir var með bestan námsárangur á stúdentsprófi með... Lesa meira

Slaka á samkomutakmörkunum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt um slakanir á samkomutakmörkunum frá og með þriðjudeginum 15. júní. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 150... Lesa meira