Ferðamaður varð fyrir því óhappi að aka á ljósastaur á Akranesi. Ljósm. Finnur Andrésson.

Tíðindalítil vika í umferðinni

Aðeins urðu þrjú minniháttar umferðaróhöpp í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í síðustu viku og telst það mjög vel sloppið. Í einu óhappinu var ekið á ljósastaur á Akranesi [sjá mynd] og var farið með ökumanninn á sjúkrahús til skoðunar en hann hafði hlotið minniháttar meiðsl við höggið. Í tveimur óhappanna áttu erlendir ferðamenn hlut að máli. Þá kölluðu erlendir ferðamenn eftir aðstoð eftir að hafa fest bílaleigubílana sína í snjó uppi á Uxahryggjum og vestur á Snæfellsnesi. Nokkrir ökumenn voru sektaðir fyrir að vera ekki með öryggisbelti spennt og aðrir fyrir að tala í síma án handfrjáls búnaðar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir