Félagar í Sjóbaðsfélagi Akraness í sjónum úti fyrir Langasandi. Ljósm. Guðni Hannesson.

Allir koma endurnærðir upp úr sjónum

Sjóbaðsfélag Akraness var stofnað fyrir tæpum fimm árum. Síðan hefur þeim jafnt og þétt farið fjölgandi sem fara í sjóböð við Langasand og svamla þar í öllum veðrum og vindum. Bjarnheiður Hallsdóttir hefur stundað sjósund undanfarin ár og er í stjórn Sjóbaðsfélagsins.

Hún segir marga vera forvitna um sjóböðin og þekkir það að fá ýmsar spurningar því tengdu. Hún segir þó að sjósundfólki verði oftast orða vant. „Áhrifum sjósundsins er nefnilega alls ekki hægt að gera skil með einu orði eða einni meitlaðri setningu. Þessu er erfitt að lýsa. Orðið núllstilling eða endurræsing finnst mér komast næst því að lýsa áhrifum sjósundsins hvað mig snertir. Kannski nær þarna núvitundin hæstu hæðum? Þegar komið er í sjósundið skilur maður allar áhyggjur og streituvalda eftir í fjörunni og öll skynjun og vitund helgast af því að laga sig að þeim aðstæðum sem bíða þegar út í sjóinn er komið,“ útskýrir hún.

Líkar þetta

Fleiri fréttir