Heiðdís Guðrún er ófeimin við að taka til hendinni og hjálpa foreldrum sínum við bústörfin og ljóst að þar fer framtíðar bústólpi.

Gerðust bændur á jörð frændsystkinanna

Umtalsverð nýliðun er að eiga sér stað í Lundarreykjadal í Borgarfirði. Ungt fólk er að koma sér fyrir á jörðum, byggja sér hús eða taka við búi. Ættliðaskipti eru nauðsynleg ef viðgangur á að verða í sveitum landsins. Á Snartarstöðum í Lundarreykjadal urðu nýlega ábúendaskipti þegar Guðrún María Björnsdóttir og Jóhann Páll Þorkelsson tóku við búinu af föðursystkinum hennar. Höfðu þau húsaskipti við systkinin Helga og Halldóru Björnsbörn, og fluttu inn í gamla íbúðarhúsið ásamt dætrum sínum Heiðdísi Guðrúnu og Arnfríði Birnu. „Við tókum við búinu um áramótin en erum reyndar búin að vera hér síðan 2013, “ segir Gunna Mæja.

 

Sjá spjall við unga bændur í Lundarreykjadal í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Tengdar fréttir

Fleiri fréttir