Umhverfisskipulag getur stuðlað að bættri lýðheilsu

Anna Kristín Guðmundsdóttir nemur umhverfisskipulag við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Fékk hún í vetur það verkefni að hanna vistvæna götumynd á Akranesi. Var það liður í námskeiðinu Umhverfisskipulag og lýðheilsa. Verkefnið hófst sem hópverkefni þar sem greint var allt frá umferð til ráðandi lita á svæðinu sem til umfjöllunar er. Að því loknu skiluðu nemendur svo einstaklingsverkefni. „Út frá greiningu hópsins áttum við að koma með tillögur að úrbótum með tilliti til lýðheilsu íbúa, það er að segja hvernig gera mætti það meira aðlaðandi og gönguvænna sem stuðla gæti að bættri lýðheilsu,“ segir Anna í samtali við Skessuhorn. Svæðið sem hún fjallaði um er Kirkjubraut frá Merkigerði að gatnamótunum við Stillholt. Anna segir að svæðið sé nú nokkurs konar „hraðbraut“ innan bæjarins. „Þar eru nú fjórar akreinar, tvær í hvora átt og allt umhverfi mjög bílvænt,“ segir Anna. „Mínar tillögur fela meðal annars í sér að fækka akreinum í tvær. Þá hvetur umhverfið til hægari aksturs. Einnig var hannað gönguvænt og gróðursælt umhverfi með sjálfbærum ofanvatnslausnum og gróðurbeðum sem taka við regnvatni,“ bætir hún við.

 

Nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira