Salti landað á Snæfellsnesi

Saltskipið Flinterdijk kom til Ólafsvíkurhafnar aðfararnótt laugardagsins. Björgunarbáturinn Björg fylgdi skipinu síðasta spölinn inn í höfnina. Þúsund tonnum af salti var skipað upp úr Flinter að þessu sinni. Það eru fiskverkanirnar Valafell ehf og KG fiskverkun sem nota mest allt saltið en einnig er töluvert magn af því geymt á lager á hafnarsvæðinu. Frá Ólafsvík fór Flinterdijk í Grundarfjörð og til Stykkishólms en það kom til Ólafsvíkur frá Grundartanga. Ekki er von á næsta saltskipi fyrr en í haust.

 

Líkar þetta

Tengdar fréttir

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira