Skessuhorn degi fyrr í næstu viku

Þar sem Dymbilvikan fer í hönd þarf venju samkvæmt að flýta útgáfu Skessuhorns í næstu viku um einn dag til að blaðið berist öllum fyrir páskahátíðina. Blaðið verður því prentað á mánudagskvöldi og því dreift á þriðjudegi og miðvikudegi. Efni og auglýsingar til birtingar í síðasta blaði fyrir páska þurfa að berast í síðasta lagi fyrir hádegi mánudaginn 21. mars en kostur ef hægt væri að senda inn fyrr.

 

Efni sendist á: skessuhorn@skessuhorn.is en auglýsingapantanir á lisbet@skessuhorn.is  Minnt er á símann 433-5500.

Líkar þetta

Fleiri fréttir