Jóhannes Finnur í ræðustól. Ljósm. rá.
Jóhannes Finnur í ræðustól. Ljósm. rá.

Jóhannes Finnur tekur við formennsku í FEBAN

Aðalfundur Félags eldri borgara á Akranesi og nágrenni (FEBAN) var haldinn í síðustu viku. Þar bar meðal annars til tíðinda að Ingimar Magnússon lét af formennsku í félaginu og við tók Jóhannes Finnur Halldórsson hagfræðingur, en hann hafði undanfarið ár setið í stjórn sem varaformaður. Nýr í stjórn kom Júlíus Þórarinsson. Áfram eru í aðalstjórn félagsins þau Guðlaug Bergþórsdóttir, Jónas A Kjerúlf, Svavar Sigurðsson, Sesselja Einarsdóttir og Þorvaldur Valgarðsson. Stjórn FEBAN hefur fundað einu sinni í mánuði og hefur varastjórn tekið virkan þátt í þeim. Í henni sitja þau Ásgerður Ása Magnúsdóttir, Hanna Rúna Jóhannsdóttir og Hilmar Björnsson.

 

Rætt er við nýkjörinn formann í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira