Írsk stemning
Írsk stemning á Akranesi. Ljósmynd: akranes.is

Írskir vetrardagar – menningardagskrá á Akranesi

Írskir vetrardagar verða haldnir á Akranesi dagana 17. til 20. mars. Það var menningar- og safnanefnd Akraneskaupstaðar sem samþykkti á liðnu ári að undirbúa nýjung í menningarlífi bæjarins og halda Írska vetrardaga. „Markmiðið er að tengjast Írlandi enn frekar, meðal annars í gegnum bókmenntir og tónlist. Fimmtudagurinn 17. mars, dagur heilags Patreks eða St. Patrick‘s day, verður því grænn dagur á Akranesi. Bæjarbúar og fyrirtæki eru sérstaklega hvött til að skarta grænum lit þann dag. María Neves, nemandi í viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum, mun aðstoða við skipulag og utanumhald Írskra vetrardaga og er verkefnið liður í námi hennar á Hólum,“ segir í tilkynningu frá Akraneskaupstað.

 

Meðal dagskráatriða á Írskum vetrardögum er örnefnaganga, tónleikar í Akranesvita, upplestur og fræðsla um írskar bókmenntir á Bókasafni Akraness og þá verður hægt að kaupa írskt bakkelsi í Skökkinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir