Grímsá hristir af sér klakaböndin

Talsverður framburður stórgerðra jaka fer nú niður Grímsá í Borgarfirði, en áin líkt og aðrar borgfirskar ár, er nú í leysingunum að hreinsa af sér ísinn eftir veturinn. Meðfylgjandi mynd til vinstri tók Sveinbjörn Eyjólfsson formaður Veiðifélags Grímsár og Tunguár í hádeginu í dag, þegar hann vitjaði um hross sín og veiðilendurnar í leiðinni. Til hægri er svo mynd tekin á sama stað af brúnni neðan við Fossatún snemmsumars, eða um svipað leiti og laxveiðimenn renna fyrir fyrstu laxana.

Líkar þetta

Fleiri fréttir