
Uppfært – Lenti á vegklæðningu og hafnaði utan vegar
Skemmdir urðu á vegklæðningu á tveimur stöðum á Snæfellsnesi í rokinu síðastliðið sunnudagskvöld. Í Kolgrafafirði fauk klæðning af. Sambærilegt óhapp varð á veginum við Búlandshöfða nema þar rúllaði klæðningarefnið upp í hrauka á um hundrað metra vegarkafla. Óheppinn ökumaður sem ók inn á svæðið lenti á vegklæðningunni og fór bíllinn í loftköstum út fyrir veg og skemmdist mikið. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, kenndi eymsla í hálsi og baki og fór sjálfur til læknis til skoðunar.
Hér um leiðrétta útgáfu af fréttinni að ræða þar sem misskilnings gætti í fyrri útgáfu.