Bændur með viðurkenningar fyrir úrvalsmjólk árið 2015.

Framleiddu úrvalsmjólk allt síðasta ár

Föstudaginn 11. mars var haldinn sameiginlegur deildarfundur þriggja deilda Auðhumlu svf. í Snæfellsness- og Mýrasýsludeild, Borgarfjarðardeild og Hvalfjarðardeild. Fundurinn var haldinn að Hótel Hamri í Borgarnesi. Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu, Garðar Eiríksson framkvæmdastjóri Auðhumlu, Ari Edwald forstjóri MS og Björn Baldursson mjólkurbússtjóri á Selfossi fóru yfir rekstur Auðhumlu og MS á síðalstliðnu ári.

Fram kom að aldrei hefur verið vigtuð inn jafnmikil mjólk á landsvísu og á síðasta ári, eða 146 milljónir lítra. Framleiðsla mjólkur var langt umfram það sem spáð hafði verið en salan gekk engu að síður mjög vel. Birgðastaða var í upphafi liðins árs í lágmarki en er komin í viðunandi horf. Miklar umræður urðu á fundiunum um málefni mjólkuriðnaðarins og kynnt voru drög að samþykktarbreytingum Auðhumlu sem verða lagðar fyrir aðalfund félagsins sem fram fer á Akureyri 15. apríl næstkomandi.

 

Framleiðendur úrvalsmjólkur:

 

Undanfarin ár hefur verið venja að mjólkurbússtjóri veiti þeim innleggjendum viðurkenningar sem framleiða úrvalsmjólk allt árið. Í ár var eftirfarandi búum veittar viðurkenningar:

Úr Hvalfjarðardeild: Bakki.

Úr Borgarfjarðardeild: Hægindi, Mófellsstaðir og Skálpastaðir.

Úr Snæfellsness- og Mýrasýsludeild: Jörfi, Stakkhamar, Furubrekka og Nýja-Búð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira