Fermingaarblað fylgir Skessuhorni í dag

Um næstu helgi verða fyrstu almennu fermingarathafnirnar á Vesturlandi á þessu ári. Byrjað verður í Reykhólakirkju næstkomandi laugardag. Daginn eftir verður fermt á Akranesi, í Borgarneskirkju og í Snókdalskirkju í Dölum. Tæplega tvöhundruð ungmenni fermast í landshlutanum að þessu sinni, en síðustu skráðu fermingardagar verða í júní. Með Skessuhorni í dag fylgir sérblað þar sem þessara tímamóta í lífi unga fólksins er minnst. Rætt er við fermingarbörn fyrr og nú um stóra daginn. Einnig er rætt við presta og spjallað við stúlku sem valdi að fara þá leið að taka siðmálum að heiðnum sið í fyrra. Þá er listi yfir fermingarbörn í landshlutanum, rætt um kransakökur, óhefðbundnar fermingargjafir og borgaralega fermingu. Auk venjubundinnar dreifingar er blaðið sent til fermingarbarnanna sjálfra með kveðju frá Skessuhorni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir