Vegleg hátíðarhöld til að minnast þess að tíu ár eru frá Mýraeldum

Búnaðarfélag Mýramanna mun halda Mýraeldahátíð í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi og síðan um kvöldið í Lyngbrekku laugardaginn 9. apríl næstkomandi. Hátíðin er haldin annað hvert ár til að minnast sinubrunans mikla sem varð í Hraunhreppi í Mýrasýslu fyrir tíu árum, dagana 30. mars til 2. apríl árið 2006. Eldarnir voru jafnframt stærstu einstöku gróðureldar sem orðið hafa í manna minnum hér á landi. Mýraeldahátíðin verður að þessu sinni haldin á tveimur stöðum; í Faxaborg og um kvöldið í Lyngbrekku. Ástæða er til að hvetja fólk til að taka daginn frá og skemmta sér með Mýramönnum, sem ekki er leiðinlegt.

 

Nánar í Skessuhorni sem kemur út á morgun.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir