Undankeppni Nótunnar á Vesturlandi og Vestfjörðum

Laugardagurinn 12. mars var mikill hátíðisdagur í Stykkishólmskirkju en þá voru haldnir svæðistónleikar Nótunnar, uppskeruhátíðar tónlistarskólanna, fyrir Vestfirði og Vesturland. Fjöldi nemenda af öllum stigum tónlistarnámsins kom fram og voru atriðin afar fjölbreytileg, sem gerði tónleikana einstaklega skemmtilega og áhugaverða. Viðurkenningar voru veittar fyrir framúrskarandi atriði og þrjú atriði valin til þátttöku á lokatónleikum Nótunnar sem haldnir verða í Hörpu sunnudaginn 10. apríl næstkomandi. Sigurvegararnir voru: Oliver Rähni frá Tónlistarskóla Bolungarvíkur, en hann lék frumsaminn konsert fyrir einleikspíanó, Sigurður Guðmundsson frá Tónlistarskóla Stykkishólms, en hann lék Söng Sólveigar eftir E. Grieg á alt-saxófón. Meðleikari á píanó var Hólmgeir Þórsteinsson. Að lokum þau Pétur Ernir Svavarsson og Kristín Harpa Jónsdóttir frá Tónlistarskóla Ísafjarðar sem léku eigin útsetningu á Harry Potter svítu eftir John Williams fyrir tvö píanó.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir