Sýningin Akrafjall úr ýmsum áttum

Á Bókasafni Akraness hefur verið sett upp sýning á myndum af Akrafjalli. Myndirnar koma úr ýmsum áttum og eru unnar á mismunandi vegu. Þær eru í eigu Héraðsskjala- og Ljósmyndasafnsins, Bókasafnsins, Listasafns Akraneskaupstaðar og í einkaeigu. „Sumar myndanna voru keyptar í Búkollu – nytjamarkaði, en þar leynast ýmsir dýrgripir. Enn eru laus pláss á Veggnum og ef einhverjir eiga skemmtilega útfærslu af Akrafjallinu og eru tilbúnir að lána á sýninguna væri það gaman,“ segir í tilkynningu frá starfsfólki bókasafnsins. Þá segir að á snjallsjónvarpinu er videomyndin „in the foothills Akrafjall / Iceland,“ sýnd en hafa tók Michał Mogiła.

 

Bókasafnið er opið alla virka daga frá klukkan 12.00 – 18.00 og á laugardögum frá kl. 11.00 – 14.00 og eru allir velkomnir til að skoða sýninguna.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir