Kristjáni héldu engin bönd

Síðustu tvö mánudagskvöld hafa félagar í Briddsfélagi Borgarfjarðar spilað einmenning.  Þátttaka var með ágætum og mættu 24 til keppni hvort kvöld. Fyrra kvöldið var það reynsluboltinn Sveinn á Vatnshömrum sem fór með sigur af hólmi, rakaði saman 148 stigum sem gera 61,7% skor.  Rúnar Ragnarsson fylgdi honum fast á eftir með 147 stig og Kristján í Bakkakoti endaði með 140. Seinna kvöldið héldu Kristjáni svo engin bönd, hann lauk leik með 156 stig eða 65%, Sveinbjörn nautahirðir kom honum næstur með 150 stig og þriðji varð Ólafur á Brúarhrauni með 144 stig. Eins og glöggir lesendur hafa líklega áttað sig á þá var það Kristján í Bakkakoti sem vann samanlagða keppni, með 296 stigum og fór heim með bikarinn. Næstur honum varð Sveinn á Vatnshömrum mað 272 stig og þriðji Sveinbjörn nautahirðir með 270 stig.

Næsta mánudag verður spilaður páskatvímenningur með forgefnum spilum og ef þátttaka leyfir verður spilaður Monrad.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir