Héldu Íslandsmót í badminton

Íslandsmót unglinga í badminton var haldið á Akranesi helgina 11.-13. mars og voru þátttakendur 168 talsins frá tíu félögum; Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, KR, Samherjum, TBR, TBS, UMFS og Umf. Þór. Spilaðir voru 337 leikir um helgina. ÍA og UMFS áttu 18 keppendur á mótinu. Mótið gekk vel fyrir sig en veðrið var aðeins að stríða þátttakendum á leiðinni á mótsstað. En það urðu ekki mörg forföll vegna veðurs. Allir þátttakendur í mótinu fengu bol, buff og tattú að gjöf frá Badmintonfélagi Akraness og ÍA í tilefni afmælis þeirra. Badmintonfélag Akraness fagnar 40 ára afmæli í nóvember og því var tilvalið að halda veglegt Íslandsmót unglinga á Akranesi þetta árið.

Á laugardaginn fór fram keppni í U-11 flokknum, þar var keppt í einliðaleik og tvíliðaleik. Þar eignaðist ÍA fyrsta Íslandsmeistaratitilinn 2016 þegar Máni Berg Ellertsson sigraði í tvíliðaleik með Höllu Stellu Sveinbjörnsdóttur. Á sunnudaginn fóru fram úrslit og í lok dags voru krýndir Íslandsmeistarar 2016. Mesta afrekið hjá ÍA vann Brynjar Már Ellertsson, hann sigraði þrefalt, í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik. Alls hlutu félagsmenn ÍA og UMFS 9 Íslandsmeistaratitla.

Verðlaunahafar frá ÍA og UMFS:

Einliðaleikur U15 aukaflokkur 2. sæti – Katrín Eva Einarsdóttir ÍA

Einliðaleikur U15 aukaflokkur 1. sæti – Davíð Örn Harðarson ÍA

Einliðaleikur U19 aukaflokkur 1. sæti – Elvar Már Sturlaugsson ÍA

Einliðaleikur U11 2. sæti – Máni Berg Ellertsson ÍA

Tvíliðaleikur U13 2. sæti – María Rún Ellertsdóttir ÍA

Tvíliðaleikur U15 2. sæti – Davíð Örn Harðarson ÍA

 

Íslandsmeistarar:

Máni Berg Ellertsson ÍA – tvíliðaleikur U11

Brynjar Már Ellertsson ÍA – einliðaleikur, tvíliðaleikur og tvenndarleikur U15

Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS – tvíliðaleik og tvenndarleik U15

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA – einliðaleik og tvíliðaleik U17

Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA – tvíliðaleik U17.

 

-fréttatilkynning

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir