Á myndinni er hluti iðkenda ÍA sem tók þátt á mótinu.
Á myndinni er hluti iðkenda ÍA sem tók þátt á mótinu.

Hafa þátttökurétt á bikarmóti Íslands í klifri

Íslandsmeistaramótaröðinni í klifri lauk á sunnudaginn síðastliðinn í Klifurhúsinu í Reykjavík. ÍA átti hátt í tuttugu keppendur á mótinu á aldrinum 6 til 16 ára og hafa þeir aldrei verið fleiri. Í keppni um Íslandsmeistaratitil í unglingaflokki, 13-15 ára, hafnaði Brimrún Eir Óðinsdóttir í fjórða sæti og Ástrós Elísabet Ástþórsdóttir í því þriðja og þar með hafa þær unnið sér inn þátttökurétt á bikarmóti Íslands sem fram fer í apríl. Íslandsmeistari síðustu ára, Katarína Eik Sigurjónsdóttir frá Klifurfélagi Reykjavíkur, varði Íslandsmeistartitil sinn þriðja árið í röð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir