Fjölmörg óveðursútköll

Björgunarsveitir Landsbjargar sinntu fjölmörgum aðgerðum vegna óveðursaðstoðar í gær og fram á nóttina, þegar djúp lægð gekk yfir vestan- og norðvestanvert landið. Meðal annars voru björgunarsveitir í Stykkishólmi, Borgarnesi, Akranesi og Reykholti kallaðar út í gær og svo sveitir um norðanvert landið og á Vestfjörðum þegar leið á nóttina. Beiðnir um verkefni hættu að berast á Akranesi um klukkan 22 í gærkvöldi og á Snæfellsnesi um klukkan eitt í nótt. Björgunarsveitir á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra voru kallaðar út þegar leið fram á nóttina eftir því sem skil lægðarinnar gengu yfir. Tóku um 150 björgunarsveitamenn þátt í aðgerðunum. Umfangsmest voru verkefnin á Vestfjörðum og Sauðárkróki.

Líkar þetta

Fleiri fréttir