Hátíðarbúningurinn fer nú á byggðasafnið, en Jói er fluttur á æskuslóðirnar í Hólminum. Ljósm. sm.

Byggðasafni Dalamanna áskotnast lögreglubúningur

Eins og Skessuhorn hefur áður greint frá lét Jóhannes Björgvinsson lögregluþjónn af störfum um áramótin eftir 36 ár í lögreglunni. Þar af þjónaði hann sem lögregluþjónn í Dölum í ellefu ár. Í síðastliðinni viku færði Jóhannes Byggðasafni Dalamanna veglega gjöf en þangað lét hann til varðveislu hátíðarbúning sinn úr lögreglunni ásamt lögreglufrakka frá árinu 1979. Frakkann fékk hann þegar hann tók til starfa sem lögreglumaður en um það bil ári síðar var nýr lögreglubúningur tekinn í notkun og frakkinn settur til hliðar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir