Börn í fótbolta
Svipmynd af sparkvelli við Brekkubæjarskóla. Ljósm. akranes.is

Ætla að fjarlægja dekkjakurl af sparkvöllum

Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum í liðinni viku að á þessu ári að fjarlægja dekkjakurl af sparkvöllum við grunnskóla bæjarins. Var skipulags- og umhverfisráði falið að gera tillögu að breytingu á fjárfestingaáætlun ársins með tilliti til þess. Á Akranesi eru þrír sparkvellir með gervigrasi. Gúmmíkurlið sem áberandi hefur verið í umræðunni þ.e. endurunnið dekkjakurl, er á tveimur þessara valla þ.e við Grundaskóla og Brekkubæjarskóla. Á vellinum í Akraneshöll er hinsvegar grátt endurunnið þvottavélagúmmí sem ekki er talið hafa heilsuspillandi áhrif líkt og dekkjakurlið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir