Nýjustu fréttir

Hættuástand varir á Vestfjarðavegi um Dali

Nú duga orðin ein og sér ekki lengur Sveitarstjórn Dalabyggðar vill í nýrri ályktun sinni undirstrika að ástand þjóðvegar 60 í gegnum Dali er þannig að hættuástand varir á veginum meðan ástand hans er eins og raun ber vitni. „Rétt er að nefna í þessu efni að vegurinn um Dalina, þjóðvegur 60, er inngangur að…

Stjórn KFÍA vill halda núverandi legu knattspyrnuvallarins á Jaðarsbökkum

Mæla með að vellinum verði hnikað til og hann færður nær Akraneshöll og grasbrekku Stjórn Knattspyrnufélags ÍA hefur nú tekið formlega afstöðu til hugmynda um skipulag og fyrirhugaðar framkvæmdir á íþróttasvæðinu á Jaðarsbökkum. Í bréfi sem stjórnin sendir bæjaryfirvöldum á Akranesi 2. maí síðastliðinn kemur fram að stjórnin hafi með opnum huga skoðað þær hugmyndir…

Barist um besta verðið í Borgarnesi

Á vefsíðunni GSMbensín.is er síkvik verðkönnunarþjónusta fyrir bensín- og olíuverð í landinu. Hægt er að velja landshluta og sjá hvar besta verðið er að finna hverju sinni. Atlantsolía auglýsti í vikunni að fyrirtækið hafi bætt Borgarnesi við yfir þá staði sem bjóða ódýrasta bensínið. Fyrirtækið er með söludælur á Sólbakka, ofan við bæinn. Þar er…

Fjör, gleði og dans á Diskóeyjunni

Söngleikurinn Diskóeyjan var frumsýndur í Bíóhöllinni á Akranesi í gærkvöldi. Um er að ræða uppfærslu nemenda í 8.-10. bekk í Brekkubæjarskóla og koma rúmlega 90 unglingar fram á sviði í sýningunni. Í stuttu máli gerist leikritið á diskóeyju þar sem rekinn er fágunarskóli fyrir þæg og óspennandi börn sem stefna á lögfræði. Systkinin Daníel og…

Vörumerkið mitt og vörumerkið Vesturland

Háskólinn á Bifröst býður frumkvöðlum, listamönnum, menningarstjórnendum, kennurum, nemendum og öllum sem áhuga hafa að tileinka sér þekkingu til að efla starfsemi sína á vinnustofu, sem verður í Hjálmakletti í Menntaskólanum í Borgarnesi dagana 30. – 31. maí næstkomandi. Vinnustofan samanstendur af fimm ólíkum námskeiðum og hefst á morgunverðarhristingi þar sem lögð verður áhersla á…

Byggja þrjár nýjar spennistöðvar í Snæfellsbæ

Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Snæfellsbæjar 3. maí sl. kom fram umsókn frá Rarik þar sem óskað var eftir byggingarheimild fyrir þremur nýjum spennistöðvum á lóðunum Hraunási 8 Hellissandi, Háarifi 8 Rifi og Hjallabrekku 9 Ólafsvík. Um er að ræða tíu fermetra hús og eru þau sambærileg spennistöðinni sem stendur við hliðina á ráðhúsi Snæfellsbæjar.…

Vilja tvískiptar sorptunnur á ljósastaura

Fyrsti fundur bæjarstjórnar unga fólksins fór fram síðastliðinn miðvikudag, 8. maí, í Stykkishólmi. Bæjarstjórn unga fólksins er skipuð ungmennum úr ungmennaráði sem sjá um fundarstjórn og undirbúning fundar. Á fundum bæjarstjórnar unga fólksins kynna fulltrúar unga fólksins áherslumál og bæjarfulltrúar sitja til svara. Á fundinum var bæjarstjórn meðal annars hvött til þess að leggja áherslu…

Fréttir úr víðri veröld

Aðsendar greinar

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið