Miðflokkurinn kynnir framboðslista í Norðvesturkjördæmi

Miðflokkurinn, nýr flokkur undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur nú kynnt framboðslista sinn í Norðvesturkjördæmi. Flokkurinn býður fram undir listabókstafnum M. Efsta sæti listans skipar Bergþór Ólason framkvæmdastjóri á Akranesi. Í öðru sæti er Sigurður Páll Jónsson, útgerðarmaður í Stykkishólmi og í þriðja sæti er Jón Þór Þorvaldsson flugstjóri, búsettur í Reykjavík en frá Reykholti í Borgarfirði. Fjórða sæti skipar Maríanna Eva Ragnarsdóttir bóndi á Stórhóli í Húnavatnssýslu og fimmta sæti Aðalbjörg Óskarsdóttir, kennari og útgerðarkona á Drangsnesi.

 

Listinn í heild sinni er þannig:

 1. Bergþór Ólason, framkvæmdastjóri, Bjarkargrund 24, Akranesi.
 2. Sigurður Páll Jónsson, útgerðarmaður, Hjallatanga 46, Stykkishólmi.
 3. Jón Þór Þorvaldsson, flugstjóri, Jórsölum 1, Kópavogi.
 4. Maríanna Eva Ragnarsdóttir, bóndi, Stórhóli, Hvammstanga.
 5. Aðalbjörg Óskarsdóttir, kennari og útgerðarkona, Kvíabala 3, Drangsnesi.
 6. Elías Gunnar Hafþórsson, háskólanemi, Sunnuvegi 11, Skagaströnd.
 7. Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, kennari, Litlu-Grund, Reykhólahreppi.
 8. Anna Halldórsdóttir, skrifstofukona, Arnarkletti 32, Borgarnesi.
 9. Gunnar Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri, Reynigrund 28, Akranesi.
 10. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, kennari, Miðvangi 107, Hafnarfirði.
 11. Björn Páll Fálki Valsson, kjúklingabóndi, Hagamel 1, Hvalfjarðarsveit.
 12. Bjarni Benedikt Gunnarsson, framleiðslusérfræðingur, Hlíðarkletti, Reykholti.
 13. Martha Sigríður Örnólfsdóttir, bóndi, Ytri-Hjarðardal 2, Flateyri.
 14. Svanur Guðmundsson, leigumiðlari, Hraunteigi 19, Reykjavík.
 15. Daníel Þórarinsson, skógarbóndi, Stapaseli, Borgarbyggð.
 16. Óli Jón Gunnarsson, fv. bæjarstjóri, Reynigrund 44, Akranesi.
Líkar þetta

Fleiri fréttir

Sýningu Ísaks Marvins lýkur í dag

Grundfirðingurinn Ísak Marvins opnaði myndlistasýningu sína, Innsýn, í Samkomuhúsi Grundarfjarðar fimmtudaginn 18. október síðastliðinn. Sýningin er liður í dagskrá Rökkurdaga.... Lesa meira