Helgi valinn efnilegasti leikmaður Fram

Borgfirðingurinn Helgi Guðjónsson, sem spilar með meistaraflokki Fram í knattspyrnu, var á uppskeruhátíð félagsins fyrr í vikunni valinn efnilegasti leikmaður liðsins. Guðmundur Magnússon var valinn besti leikmaðurinn.

„Helgi, sem fæddur er árið 1999, var að leika sitt annað tímabil með meistaraflokki Fram og kom hann við sögu í 21 deildar- og bikarleik á tímabilinu og skoraði tvö mörk. Helgi átti sæti í æfingahópi U19 ára landsliðs Íslands á árinu. Hann hefur leikið 12 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skoraði í þeim sjö mörk. Fram væntir mikils af Helga í framtíðinni og það verður gaman að fylgjast með þessum mikla markaskorara á næstu árum,“ segir í umsögn Fram liðsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir