Skjámynd af kosningaþætti Stöðvar2 í kvöld.

Gríðarlegar sviptingar á fylgi flokka í NV kjördæmi

Stöð2 sýndi í kvöld kjördæmaþátt með fulltrúum níu flokka sem bjóða munu fram í Norðvesturkjördæmi. Þar var birt niðurstaða skoðanakönnunar sem stöðin lét framkvæma í kjördæminu. Samkvæmt henni eru miklar sviptingar í fylgi flokka frá kosningunum fyrir ári síðan. Vinstri hreyfingin grænt framboð mælist nú stærsti flokkurinn í kjördæminu, með 30,2% fylgi. Sjálfstæðisflokkur mælist með 26,1% og þriðji stærsti flokkurinn er Samfylking með 11% og Miðflokkurinn mælist með litlu minna fylgi eða 10,3%. Fylgistap Framsóknarflokks er umtalsvert, en flokkurinn mælist nú með 6,2% og Píratar tapa einnig, mælast með 5,5%. Aðrir flokkar eru langt frá því að ná manni á þing samkvæmt könnuninni. Gera má ráð fyrir að ef þetta yrði niðurstaða kosninga muni VG fá þrjá kjördæmakjörna þingmenn í NV kjördæmi, Sjálfstæðisflokkur tvo, en Samfylking og Miðflokkur sitt hvorn. Áttundi þingmaður kjördæmisins er landskjörinn og ræðst því af fylgi viðkomandi flokka á landsvísu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir