Finnskur ísbrjótur verður næstu daga til sýnis í Reykjavíkurhöfn

Í tilefni af þingi Arctic Circle sem fer fram um helgina senda Finnar ísbrjótinn MSV Nordica til Íslands. Ísbrjóturinn hefur siglt bæði Norðaustur leiðina, meðfram strönd Rússlands, og Norðvestur leiðina, meðfram strönd Bandaríkjanna og Kanada. Ferðir ísbrjótsins varpa skýru ljósi á þær breytingar sem eru að verða á Norðuslóðum. Fundir og umræður verða um borð í ísbrjótum á meðan á þingi Arctic Circle stendur.

Ísbrjóturinn liggur við Miðbakka rétt við Hörpu. Almenningi verður boðið að skoða ísbrjotinn alla daga meðan þingið stendur yfir, dagana 13.-15. október á milli klukkan 10 og 14. Finnar gegna nú formennsku í Norðurskautsráðinu og er koma ísbrjótsins einnig tengd kynningu á stefnu Finnlands í málefnum Norðurslóða sem fram fer á allsherjarþingi Arctic Circle.

Líkar þetta

Fleiri fréttir