Anna Dröfn Sigurjónsdóttir.

Bleika slaufan komin í sölu – Rætt við hvunndagshetjuna Önnu Dröfn

Líkt og undanfarin tíu ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Bleika slaufan er komin í sölu en söfnunarfé sem aflast mun að þessu sinni renna til Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands með það að markmiði að efla stuðning, fræðslu og ráðgjöf um allt land til einstaklinga sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra. Þriðji hver einstaklingur greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni og afar mikilvægt er að þeir og aðstandendur þeirra geti gengið að áreiðanlegri ráðgjöf og stuðningi í veikindunum.

Í tilefni þessa átaks er í Skessuhorni sem kom út í dag rætt við eina af þeim hvunndagshetjum sem árlega heyja baráttuna við krabbamein. Anna Dröfn Sigurjónsdóttir er ein þeirra. Hún veikist fyrir tæplega tveimur árum og var heppin að því leyti að greinast tímanlega. Í  einlægu viðtali lýsir þessi unga og atorkusama kona og móðir þriggja barna hátt því hvernig allt tekur dýfu eftir að greining krabbameins liggur fyrir. Rætt er um greininguna, sjúkdómssöguna, batann og ómetanlegt bakland fjölskyldu og vina. Meðal annars kemur fram hjá henni að hlutir sem áður höfðu þýðingu skipta engu máli í dag, en önnur gildi öðlist hins vegar nýja merkingu. Margir sem gengið hafi í gegnum lífshættulega sjúkdóma upplifa svipað.

Sjá Skessuhorn vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir