Lionsmenn færðu grunnskólanum hefilbekki

Í síðustu viku afhenti Lionsklúbbur Ólafsvíkur, Grunnskóla Snæfellsbæjar formlega að gjöf sex hefilbekki sem klúbburinn gaf skólanum fyrr á þessu ári. Hefilbekkirnir munu nýtast skólanum vel og eru nemendur byrjaðir að nota þá. Í sumar var aðstaða til smíðakennslu í Grunnskóla Snæfellsbæjar stórlega bætt. Kennslurýmið var endurskipulagt, málað og keyptir nýir hefilbekkir og eru þeir tólf talsins, en eins og áður segir gaf Lionsklúbbur Ólafsvíkur helming þeirra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir