Ragnar Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson boða til baráttufundar. Samsett mynd: miðjan.is

Baráttufundurinn „Guð blessi heimilin“ haldinn í Háskólabíói

Tvö verkalýðsfélög; Verkalýðsfélag Akraness og Verslunarmannafélag Reykjavíkur, hafa ákveðið að boða í sameiningu til opins fundar í Háskólabíói í Reykjavík næstkomandi laugardag klukkan 14:00. „Á fundinum verður fjallað um okurvexti og verðtryggingu en þar munu flytja erindi, auk formanna VR og VLFA, Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Ólafur Margeirsson doktor í hagfræði. Fulltrúi frá Hagsmunasatökum heimilanna flytja erindi og einnig mun öllum framboðum til Alþingis verða gefinn kostur á að kynna stefnu og áherslur flokka sinna í vaxta- og verðtryggingarmálum,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA.

Í tilkynningu vegna fundarins segir að hann sé meðal annars haldinn vegna níu ára afmælis hrunsins hér á landi og að rétt rúmar þrjár vikur verða þá til kosninga til Alþingis. Yfirskrift fundarins verður: „Guð blessi heimilin – Okurvextir og verðtrygging, mesta böl þjóðarinnar.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir