Parhús Bjarna og Jóns við Seljuskóga á Akranesi er fyrsta íbúðarhúsið á Íslandi sem eingöngu er byggt úr krosslímdum viðareiningum. Ljósm. kgk.

Íbúðarhús úr krosslímdum viði risið á Akranesi

Um þessar mundir er í byggingu fyrsta íbúðarhúsið á Íslandi, svo vitað sé, sem byggt er alfarið úr krosslímdum timbureiningum. Um er að ræða parhús á tveimur hæðum við Seljuskóga á Akranesi. Hvor íbúðin um sig rétt tæpir 200 fermetrar að stærð. Það eru þeir Bjarni Ingi Björnsson og Jón Þór Jónsson sem byggja húsið. Skessuhorn hitti Bjarna Inga að máli síðastliðinn fimmtudag og ræddi við hann um bygginguna.

„Húsið er smíðað úr krossviðareinginum sem eru framleiddar í Austurríki af fyrirtækinu Binderholz og fluttar inn af Strúktúr ehf. Einingarnar eru léttar og meðfærilegar og því hefur gengið mjög hratt að byggja,“ segir Bjarni Ingi.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir