Svipmynd úr Samkaup Búðardal. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

Síðasta kvöldmáltíðin í Samkaup í Búðardal

„Eins og margir hafa kannski verið búnir að frétta, þá á að fara að breyta búðinni hérna í Kjörbúð. Eitt af því sem þær breytingar hafa í för með sér er að grillið og eldhúsið lokar. Á morgun bjóðum við í síðasta skipti upp á föstudagskjúklinginn,“ skrifar Ingvar Kristján Bæringsson, verslunarstjóri Samkaup Strax í Búðardal, á Facebook-síðu sína í dag. „Af því tilefni verður kjúklingurinn á sérstöku „síðustu kvöldmáltíðartilboði“ á meðan birgðir endast. Með frönskum á 1298 krónur en án þeirra á 998 kr.

Líkar þetta

Fleiri fréttir