Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristinsdóttir eru umboðsaðilar Lindex. Hér eru þau við opnun verslunar Lindex í Krossmóa í Reykjanesbæ fyrr á þessu ári.

Lindex verslun opnuð á Akranesi í byrjun nóvember

Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja verslun á Akranesi laugardaginn 4. nóvember næstkomandi. Albert Þór Magnússon, umboðsaðili Lindex á Íslandi, segist í samtali við Skessuhorn vera spenntur fyrir þessu verkefni. Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður-Evrópu með um 500 verslanir í 16 löndum. Verslunin býður tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti, sem og föt fyrir börn og unglinga. Verslun Lindex á Akranesi verður til húsa að Dalbraut 1, við hlið bókaverslunar Eymundsson og Krónunnar. Þar var síðast verslun árið 2008, þegar tölvuverslun BT var þar til húsa.

Nánar er sagt frá þessu í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir