Niðurgreiðslur vegna vistunar hjá dagforeldrum hækka

Skóla- og frístundaráð Akraneskaupstaðar lagði til á fundi sínum 29. ágúst sl. að bæjarráð geri ráð fyrir að hækka niðurgreiðslur til foreldra barna hjá dagforeldrum. Lagt er til að gert verði ráð fyrir í fjárhagsáætlanagerð fyrir árið 2018 að niðurgreislur hækki úr 40 þús. krónum á mánuði í 55 þúsund. Myndi hækkunin taka gildi frá og með 1. janúar næstkomandi. Umfjölluninni var frestað til næsta fundar sem fór fram 5. september síðastliðinn. Þar voru þessar tillögur samþykktar og vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2018.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Sýningu Ísaks Marvins lýkur í dag

Grundfirðingurinn Ísak Marvins opnaði myndlistasýningu sína, Innsýn, í Samkomuhúsi Grundarfjarðar fimmtudaginn 18. október síðastliðinn. Sýningin er liður í dagskrá Rökkurdaga.... Lesa meira