Fjöldi meta var sleginn á Akranesi um helgina

Þrjú Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum fóru fram á Akranesi um liðna helgi. Keppt var í íþróttahúsinu við Vesturgötu og mótshaldari var Kraftlyftingafélag Akraness.

Á laugardeginum var keppt í bekkpressu. Kraftlyftingafélag Akraness eignaðist þar Íslandsdsmeistara því Einar Örn Guðnason sigraði 105 kg flokk karla með lyftu upp á 225 kg þá vann Viðar Engilbertsson til silfurverðlauna í 93 kg flokki karla með lyftu upp á 110 kg.

Einar Örn hrósaði einnig sigri í stigakeppni karla. Sigurlyfta hans í 105 kg flokki skilaði honum 134,5 Wilksstigum.  Stigahæst kvenna varð Sóley Margrét Jónsdóttir úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar. Hún lyfti mest 120 kg og hlaut 100,7 Wilksstig fyrir vikið.

 

Metaregn í klassískri bekkpressu

Félagar úr Kraftlyftingafélagi Akraness gerðu einnig gott mót í klassísku bekkpressunni. Steinunn Guðmundsdóttir hreppti silfurverðlaun í 72 kg flokki kvenna með 65 kg lyftu, Einar Örn fékk silfur í 105 kg flokki karla með 182,5 kg, Bjarki Þór Sigurðsson fékk silfrið í 120 flokki karla með 155 kg og Viðar Engilbertsson hreppti bronsið í 93 kg flokki karla með 125 kg lyftu.

Stigahæst voru þau Ingimundur Björgvinsson og Fanney Hauksdóttir, bæði úr Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur. Fanney sigraði í 63 kg flokki kvenna með lyftu upp á 107,5 kg sem skilaði henni 115,9 Wilksstigum. Ingimundur sigraði 105 kg flokk karla á nýju Íslandsmeti með 200 kg og 120,7 Wilksstig.

Fleiri met féllu í klassískri bekkpressu á mótinu á Akranesi. Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir úr KFR setti met í klassískri bekkprssu í 57 kg flokki með lyftu upp á 81 kg. Viktor Ben Gestsson úr KFR tók metið í +120 kg flokki (opnum aldursflokki og U23) með 205 kg lyftu og Sóley Margrét setti nýtt met í +84 kg flokki U18 og U23 með lyftu upp á 82,5 kg.

 

Júlían JK og Sóley stigahæst í réttstöðu

Á sunnudag fór síðan fram Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu. Kraftlyftingafélag Akraness eignaðist þar þrjá Íslandsmeistara. Viðar Engilbertsson sigraði í 93 kg flokki karla með lyftu upp á 235 kg, Einar Örn sigraði í 105 kg flokki með 285 kg lyftu og Bjarki Þór sigraði í 120 kg flokki með 290 kg.

Í stigakeppninni urðu hlutskörpust þau Sóley Margrét í kvennaflokki og Júlían J.K. Jóhannsson í karlaflokki. Sóley sigraði í +84 kg flokki kvenna með 200 kg lyftu í þriðju tilraun. Skilaði lyftan henni 167,9 Wilksstigum og naumu forskoti á Örnu Ösp Gunnarsdóttir úr Kraftlyftingafélagi Mosfellsbæjar sem hafnaði í öðru sæti.

Júlían keppti, líkt og Sóley, í yfirþungavigt og vann þar öruggan sigur með lyftu upp á 370 kg. Hlaut hann einnig stigabikar karla með 201,5 Wilksstig.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Minningar úr héraðsskólum

Þjóðminjasafn Íslands hefur sent út spurningaskrá um minningar úr héraðsskólum og öðrum heimavistarskólum til sveita á unglingastigi. Söfnunin byggir eingöngu... Lesa meira