Sigrún Eva Sigurðardóttir leikmaður ÍA. Ljósm. kfia.is

Birta og Sigrún Eva valdar í U17 ára landsliðið

Þær Birta Guðlaugsdóttir markmaður í Víkingi Ólafsvík og Sigrún Eva Sigurðardóttir framherji með ÍA hafa verið valdar til þátttöku í U17 ára landslið Íslands sem heldur til Azerbaijan 29. september næstkomandi til að taka þátt í forkeppni fyrir EM-2018. Báðar hafa þær getið sér afar gott orð á vellinum. Á vef ÍA kemur fram að fyrsti leikur Íslands fari fram 2. október gegn gestgjöfunum í Azerbaijan. Fimmtudaginn 5. október verður leikið gegn Svartfjallalandi og 8. október mæta íslensku stelpurnar þeim spænsku. Undankeppnin er leikin í ellefu riðlum þar sem efstu tvö liðin í hverjum riðli og það lið í 3. sæti með bestan árangur gegn toppliðunum tveimur komast áfram í aðra umferð undankeppninnar. Sú umferð verður leikin næsta vor en lokakeppnin sjálf fer fram í Litháen 9. – 21. maí 2018.

Birta Guðlaugsdóttir markmaður í Víkingi Ólafsvík. Ljósm. úr safni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir