Íbúaþing um farsæl efri ár

Íbúaþing um farsæl efri ár verður haldið á Akranesi í lok þessa mánaðar, miðvikudaginn 27. september. Það hefst kl. 17:00 í sal Grundaskóla og áætlað er að það standi til kl. 22:00. Íbúaþingið er haldið í tengslum við starfshóp sem skipaður var í lok síðasta árs til að fjalla um samráð og stefnumótun í málefnum aldraðra. Niðurstöður íbúaþingsins verða notaðar sem innlegg í þeirri stefnumótunarvinnu starfshópsins.

Á þinginu verður leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Hvað er gott við að eldast á Akranesi? Hvernig viltu sjá málefni eldri borgara á Akranesi þróast? Hvernig getur Akraneskaupstaður stuðlað að farsælum efri árum? Hvað getum við sem einstaklingar gert til að stuðla að farsælum efri árum?

Öllum íbúum Akraness er velkomið að mæta á íbúaþingið, segir í tilkynningu frá Akraneskaupstað.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Sýningu Ísaks Marvins lýkur í dag

Grundfirðingurinn Ísak Marvins opnaði myndlistasýningu sína, Innsýn, í Samkomuhúsi Grundarfjarðar fimmtudaginn 18. október síðastliðinn. Sýningin er liður í dagskrá Rökkurdaga.... Lesa meira