Leggur til að flaggað verði í hálfa stöng á föstudaginn

„Landsbyggðarþingmenn verða að fara að standa undir nafni og hætta að verja kvótakerfið. Varðmenn kvótakerfis leynast víða, því miður. Nú er nóg komið.  Ég legg til að flaggað verið í hálfa stöng á föstudaginn, en síðan verði blásið til sóknar,“ skrifar Stefán Skafti Steinólfsson í harðorðri grein þar sem hann færir í tal afleiðingar kvótakerfisins fyrir byggðir landsins. Þar vísar hann til að næstkomandi föstudag hættir HB Grandi bolfiskvinnslu á Akranesi. „Lífsgæði þessarar þjóðar og ekki síst Skagamanna voru grundvölluð á fiskveiðum og tækifærum til að bjarga sér,“ segir hann meðal annars.

 

Sjá grein Stefáns Skafta hér.

Líkar þetta

Fleiri fréttir